Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um þá sem hafa lítið spilað: Getur skilið baggann frá félagsliðinu eftir
Icelandair
Aron Einar.
Aron Einar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur.
Jón Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem eru ekki að spila mikið með sínum félagsliðum sínum. Aron Einar Gunnarsson hefur einungis spilað í Meistaradeild Asíu og er talsvert frá hans síðasta leik með Al-Gharafa. Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekki séð völlinn með liði Herthu Berlin að undanförnu.

Arnar Gunnlaugsson var spurður sérstaklega út í valið á þeim tveimur á fréttamannafundi í dag.

„Aron Einar hefur ekki verið að spila marga leiki en hann er með svona sirka 98-99% mætingu á æfingar sem þýðir að hann er í góðu standi. Hann hefur verið að spila sterka leiki í Meistaradeild Asíu, á móti sterkum liðum. Hefði ég viljað hann væri búinn að spila fleiri? Já, að sjálfsögðu. En hann er samt í góðu formi," sagði Arnar.

„Jón Dagur hefur nánast ekki spilað neitt síðustu 6-7 leiki sem er slæmt. En hann hefur alltaf verið frábær fyrir landsliðið. Þið vitið alveg hversu mikið ég elska mína kantmenn. Hann er eiginlega eini náttúrulegi kantmaðurinn sem við eigum að svo stöddu, þá meina ég kantmaður sem hangir við- og líður vel að faðma hliðarlínuna og taka þátt í öllu sem því fylgir. Ég vil sjá hann núna, sjá í hvernig standi hann er. Ég held líka þegar þú spilar lítið, að þú getir ýtt á nýjan takka þegar þú kemur í nýtt umhverfi, getir skilið baggann frá félagsliðinu eftir þegar þú kemur í landsliðið. Ég held að við séum ekki að fá sama Jón Dag og hann er hjá sínu félagsliði," sagði þjálfarinn.
Fréttamannafundur Arnars í heild
Athugasemdir
banner
banner