
Valon Berisha, landsliðsmaður Kósóvó, verður ekki með í seinni leiknum gegn Íslandi í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á sunnudag.
Lestu um leikinn: Kósovó 2 - 1 Ísland
Berisha er 32 ára gamall miðvallarleikmaður sem er á mála hjá LASK Linz í Austurríki en áður var hann á mála hjá liðum á borð við Lazio, Reims, Fortuna Düsseldorf og Viking.
Hann hefur verið fastamaður í landsliði Kósóvó síðustu ár, en það er ljóst að hann mun ekki spila seinni leikinn gegn Íslandi sem fer fram í Murcia á Spáni.
Reynsluboltinn fékk að líta gula spjaldið fyrir að rífa Hákon Arnar Haraldsson niður á 38. mínútu í fyrri leiknum í kvöld og var síðan kippt af velli í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var að hefjast og er staðan enn 1-1.
Athugasemdir