
Meðal umræðuefna í aðdraganda leiks Kósovó og Íslands í kvöld er hvort Arnar Gunnlaugsson gæti stillt upp í þriggja miðvarða kerfi í leiknum. Það er svo sannarlega möguleiki miðað við orð hans í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Þar var hann einfaldlega spurður hvort við gætum séð Ísland spila í þriggja miðvarða kerfi?
Þar var hann einfaldlega spurður hvort við gætum séð Ísland spila í þriggja miðvarða kerfi?
Lestu um leikinn: Kósovó 1 - 1 Ísland
„Já í hverjum leik öruggleg að einhverjum hluta. Í sveigjanleika innan leiksins. En þú ert væntanlega að tala um að byrja þannig. Já ég held það. Það er klárlega kerfi sem við munum nota í erfiðum útileikjum og gegn erfiðum liðum. Það er gott að vera með sveigjanleika. Orðið sveigjanleiki er orð sem ég mun nota mikið í viðtölum og blaðamannafundum, ég held að fótboltinn sé að fara í þá átt líka," sagði Arnar í þættinum.
Möguleiki væri að stilla upp gríðarlega reynslumikilli þriggja manna varnarlínu í kvöld með Guðlaug Victor Pálsson, Sverri Inga Ingason og Aron Einar Gunnarsson.
Leikur Kósovó og Íslands í Pristina hefst klukkan 19:45 í kvöld.
Athugasemdir