Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 20. apríl 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári yfirburðar óþolandi
Kári yfirburðar óþolandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öskubuskuævintýri hjá Sindra Snæfells?
Öskubuskuævintýri hjá Sindra Snæfells?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason, Tælandsfari
Hallur Flosason, Tælandsfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson, Tælandsfari
Andri Adolphsson, Tælandsfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar er Breiðholtið Óttar?
Hvar er Breiðholtið Óttar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær er markvörður sem leikið hefur með ÍA allan sinn feril. Hann fékk fyrst stórt hlutverk 2012 og á alls að baki 172 leiki í deild og bikar í meistaraflokki.

Hann lék á sínum tíma fimm unglingalandsleiki og hefur oft verið í umræðunni sem einn sparkvissasti maður efstu deildar. Árni sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Árni Snær Ólafsson

Gælunafn: Ég held það sé bara þægilegt Árni hjá flestum.

Aldur: 29 ára

Hjúskaparstaða: Sambúð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Undirbúningstímabil 2008 svo mótsleikur 2009.

Uppáhalds drykkur: Drekk mest af Pepsi Max allavega.

Uppáhalds matsölustaður: Galito á Skaganum.

Hvernig bíl áttu: Á engann bíl at the moment ný búinn að selja Golf Gti ’01 en fjölskyldan rúllar um á KIA Ceed leigubíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildarmörkin þegar Jón Þór og Reynsi Le eru í rýningu með KJ með sér.

Uppáhalds tónlistarmaður: Frikki Dór er yfirburðar.

Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá - ekkert eðlilega hnyttnir og geggjaðir.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gilsarinn og Sveppi Krull.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Yfirleitt þristur, Jarðaber svo rotation á þriðjutegundinni.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Er upptekinn, hringi seinna. Frá milljónamæringnum og eiganda RafPro Hauk Atla

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þrótti Nes er of harður Austra maður

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Thorgan Hazard.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þórður Már Gylfason.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Ársæls með yfirburðum.

Sætasti sigurinn: Svona í fljótu bragði er það 2-1 sigur vs KR þegar GG9 volleyjaði hann í vinkilinn frá miðju á 95tu mín.

Mestu vonbrigðin: Slíta krossband það voru vonbrigði.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sindri Snæfells Kristinsson hann á inni öskubusku ævintýri eins og bróðir sinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann er líklega rétta svarið og ég er sammála því.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Held að 12:00 legendið Wöhler taki þetta.

Uppáhalds staður á Íslandi: Bryggjan á Skaganum þegar ég er að hjálpa tengdó að landa.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég tók aukaspyrnu vs FH 2015 var helviti mikill hasar eftir leik það er líklega vígalegasta atriðið.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei hef alveg sloppið við það.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég er alæta á þessar helstu íþróttir horfi og fylgist með þeim flestum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Svörtum Phantom GT.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku þar var og er ég helvíti lélegur.

Vandræðalegasta augnablik: Líklega að lenda 4-0 undir á móti Fjarðarbyggð 2009.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hall Flosa, Gumma Bö og Andra Adolphs. Þessir þrír fóru saman til Tælands um árið og lærðu þar allt til þess að lifa geggjuðu lífi á eyðieyju sögðu þeir.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er rosalegur dansari.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óttar Bjarni kemur fyrst upp í hugann, vantar meira Breiðholt í hann.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Liðkun/upphitun hjá Arnóri í -5° á veturnar í höllinni tekur oft í.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ertu með eða móti pælingunni með sóttvarnahótelið? Pabbi fengið þessa spurningu.


Gummi Bö, Tælandsfari
Athugasemdir
banner
banner