Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 20. apríl 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri ætlar að koma sterkari til baka - „Jafnbesti leikmaðurinn okkar"
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarleikurinn Orri Sigurður Ómarsson leikur ekkert með Val í sumar vegna meiðsla. Hann sleit krossband í æfingaleik gegn KA rétt fyrir mót.

Orri segist ætla að koma sterkari til baka.

„Jæja. Þá er það næsta áskorun. Áskorun sem enginn vill takast á en kemur því miður hjá alltof mörgum. Krossbandið slitið og aðgerð framundan sem þýðir að ég verð ekki með á þessu tímabili. Svona hlutir gerast og þá er bara spurningin hvernig maður tekst á við það. Ég mun koma sterkari til baka. Áfram gakk," skrifar Orri á Instagram.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og Hólmar Örn, varnarmaður liðsins, töluðu báðir um það í gær að það væri mjög svekkjandi að missa Orra í meiðsli.

„Við erum með leikmenn sem geta fyllt í þetta skarð, en þetta er gríðarlegur missir. Orri er búinn að vera jafnbesti leikmaðurinn okkar á undirbúningstímabilinu og spilað gríðarlega vel," sagði Heimir.

„Vonandi nær hann sér fljótt og kemur sterkur til baka."


Heimir Guðjóns: Arnór Smára var hundfúll út í mig
Hólmar Örn: Klikkaði á því að láta hann fá bandið
Athugasemdir
banner
banner
banner