Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   sun 20. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk gult spjald eftir að hafa gyrt niður um andstæðinginn
Justin Kluivert
Justin Kluivert
Mynd: EPA
Það var markalaust jafntefli þegar Crystal Palace fékk Bournemouth í heimsókn í gær.

Það voru hins vegar sjö gul spjöld og eitt rautt þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið mjög grófur. Chris Richards, varnarmaður Palace fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok fyrri hálfleiks.

Það kom upp kostulegt atvik í upphafi seinni hálfleiks. Justin Kluivert gerðist brotlegur en hann ætlaði að reyna halda leik áfram. Ismaila Sarr stóð yfir honum og Kluivert tók á það ráð að girða niðrum Sarr.

Það fór illa í Sarr og þeir tókust létt á áður en liðsfélagarnir rifu þá í sundur.

Kluivert átti sinn þátt í rauða spjaldinu en það þótti afar umdeilt. Rirchards virtist rífa hann niður en það sást í endursýningum að þetta var ansi lítil snerting og Kluivert gerði mikið úr þessu.
Athugasemdir
banner