Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. maí 2020 10:00
Fótbolti.net
„Flestir ráðlögðu mér að taka ekki starfið"
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Flestir búast við því að Grótta staldri ekki lengi við í Pepsi Max-deildinni. Þegar Ágúst Gylfason tók við liðinu í vetur var umræða um að hann væri að gera mistök.

Í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin viðurkenndi Ágúst að margir hefðu ráðlagt sér að taka starfið ekki að sér.

„Ég held að flestir sem ég talaði við hafi ráðlagt mér það," segir Ágúst en eftir að hann fundaði með Gróttu taldi hann rétt skref að skrifa undir.

„Ég hef allt að vinna og liðið hefur allt að vinna. Fyrsti og eini fundurinn var þannig að ég kom inn með ekkert miklar væntingar. En stjórnin og formaður félagsins, Birgir Tjörvi, seldu mér hugmyndina að taka þetta að mér."

Ágúst er brattur fyrir komandi tímabil og líkar lífið á Seltjarnarnesi mjög vel.

„Ég var fljótur að taka ákvörðun um að taka þetta skref og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þetta er frábært samfélag og við búumst við miklum stuðningi. Grótta er metnaðarfullt félag og menn eru samstilltir."

Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Ágúst í heild sinni.
Niðurtalningin - Gústi og Gróttusumarið
Athugasemdir
banner