Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 20. maí 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sporting býður Goncalves bættan samning til að fæla Liverpool
Pedro Goncalves hefur verið funheitur með Sporting á tímabilinu og er kominn með 23 mörk í 32 deildarleik, markahæstur í portúgölsku deildinni.

Goncalves er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig leikið úti á hægri kanti. Honum svipar því að vissu leyti til Bruno Fernandes.

Goncalves er nýlega genginn í raðir Sporting. Hann er samningsbundinn félaginu til 2025 og með 52 milljón punda söluákvæði.

Liverpool hefur verið orðað við Goncalves en portúgalskir fjölmiðlar segja Sporting vera búið að bjóða miðjumanninum bættan samning með hærra söluákvæði til að fæla Liverpool frá.

Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu, en það er líklegt að 52 milljónir gætu reynst alltof há upphæð fyrir Liverpool.
Athugasemdir