Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 20. maí 2022 18:30
Victor Pálsson
Forseti Lazio: Hann fer svo sannarlega ekki til Juventus
Mynd: EPA

Sergej Milinkovic-Savic, leikmaður Lazio, mun ekki ganga í raðir Juventus í sumar að sögn forseta félagsins, Claudio Lotito.


Það er ekki vilji Lazio að selja einn sinn besta leikmann en hann hefur verið virkilega góður í vetur eins og undanfarin ár.

Milinkovic-Savic er 27 ára gamall og er á blaði hjá Juventus sem vill styrkja leikmannahópinn fyror næsta tímabil.

Lotito hefur þó útilokað það að Serbinn muni fara til Juventus og mun Lazio ekki skoða það að selja.

„Sergej er ekki til sölu og hann mun svo sannarlega ekki ganga í raðir Juventus," er haft eftir Lotito í Tuttosport.

Maurizio Sarri, stjóri Lazio, hefur einnig sagt að ef miðjumaðurinn myndi fara þá yrði það fyrir deild í öðru landi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner