Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 20. maí 2022 22:56
Brynjar Óli Ágústsson
Jón Steindór: Allir leikir í þessari deild verða erfiðir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn í sjálfum sér var kafla skiptur,'' segir Jón Steindór, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Haukum á Ásvellum í dag. 


Lestu um leikinn: Haukar 3 -  1 Fylkir

„Við fengum helling af færum í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, til þess að setja þær út að laginu, en það er ekki nóg að komast 0-1 yfir og fá síðan fullt af færum,''

„Í staðinn nýtum við ekki okkar og gera þær bara vel með þessi færi sem þau fá, þessi tvö í lok fyrri hálfleiks sem setja okkur út úr laginu fannst mér,'' 

Fylkir sem féllu úr deild þeirra bestu í fyrra tímabil og eru núna með 0 stig eftir 3. umferðir í Lengjudeildinni.

„Að sjálfsögðu er ég ekki sáttur með 0 stig eftir 3 leiki, það er enginn sáttur með það. Að sjálfsögðu ætlum við okkur meira, en það er nóg eftir á þessu móti,''  

Spurt var Jón um markmið Fylkis í deildinni. 

„Núna er það allavega að koma okkur allavega á töfluna, koma okkur á blað. Eftir því sem þú tapar fleiri leikjum þeim mun meira fer það  í hausinn,''

„Ég get ekki annað séð en að allir leikir í þessari deild verða erfiðir og það er það sem maður hefur tekið út úr því þegar maður hefur fyllst með í byrjun. Mér finnst ekkert eitt lið vera áberandi lang best,''

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir
banner