Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 20. maí 2022 10:03
Elvar Geir Magnússon
Klopp segir að Origi sé goðsögn og óskar Everton til hamingju
Divock Origi er Liverpool goðsögn.
Divock Origi er Liverpool goðsögn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Meira frá fréttamannafundi Jurgen Klopp. Hann var spurður út í Divock Origi sem er á förum frá Anfield í sumar. Origi hefur verið varaskeifa hjá Klopp en komið af bekknum og skorað mikilvæg mörk.

Allt bendir til þess að Origi semji við AC Milan.

„Ég á von á því að Div fái sérstakar móttökur og verði kvaddur á sérstakan hátt. Hann er Liverpool goðsögn. Hann er einn mikilvægasti leikmaður sem ég hef haft," segir Klopp.

„Það var og er algjör ánægja að vinna með honum. Hann er ekki farinn en hann á skilið allt það besta. Hvert sem hann fer þá mun honum vegna vel. Þegar ég hugsa um Div þá koma svo magnaðar stundir upop í hugann. Hann er Liverpool goðsögn, það er klárt."

Sjá einnig:
Klopp um lokaumferðina og stöðuna á hópnum

Á fréttamannafundinum óskaði hann grönnunum og erkifjendunum í Everton til hamingju með að halda sæti sínu en það varð ljóst eftir endurkomusigur liðsins gegn Crystal Palace í gær. Gríðarlegur fögnuður braust út á Goodison Park og fjöldi fólks streymdi úr stúkunum og út á völlinn sjálfan.

Mikil umræða er á Englandi um að áhorfendur vaði inn á völlinn en stuðningsmaður Nottingham Forest réðist á Billy Sharp í vikunni.

„Það getur verið hættulegt þegar áhorfendur fara inn á völlinn. Ég veit ekki hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist. Ég vil ekki dæma því ég skil tilfinningarnar sem skapast. Ég vona samt að við lærum af þessu. Við getum fagnað án þess að setja annað fólk í hættu," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner