Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 20. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nítján ára vængmaður að ganga í raðir Arsenal
Brasilíski vængmaðurinn Marquinhos er að ganga í raðir Arsenal frá brasilíska félaginu Sao Paulo.

Þetta herma heimildir Goal og segir að Arsenal greiði um þrjár milljónir punda fyrir leikmanninn.

Marquinhos er nítján ára og er talið að hann skrifi undir fimm ára samning við enska félagið.

Arsenal hefur verið í viðræðum við leikmanninn frá því í upphafi mánaðar og er hann sagður ver á leiðinni til Englands til að ganga frá öllu í kringum skiptin.

Athugasemdir
banner
banner
banner