Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 20. maí 2023 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Agbonlahor hnýtir í Klopp - „Kæmi ekki á óvart ef hann yrði rekinn“
Gabriel Agbonlahor
Gabriel Agbonlahor
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Gabriel Agbonlahor hélt áfram að hnýta í Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, á talkSPORT í dag en það gerði hann eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn hans gamla félagi, Aston Villa.

Agbonlahor og Klopp eiga sér sögu sem byrjaði í byrjun tímabilsins eftir að Manchester United tapaði fyrir Brentford, 4-0.

Englendingurinn hraunaði yfir United og svaraði Klopp honum á fréttamannafundi þar sem hann sagði orð Agbonlahor ótrúleg miðað við að hann hafi eitt sinn verið leikmaður.

Agbonlahor á erfitt með að gleyma því og hnýtir í Klopp við hvert einasta tækifæri. Hann talaði um slæmt tímabil Liverpool og segir að Klopp verði látinn fara ef liðið byrjar illa í byrjun næstu leiktíðar.

„Miðað við staðalinn sem þeir hafa sett síðustu 3-4 ár þá er þetta mjög slæmt tímabil. Þeir eru 19 stigum á eftir Man City, sem þeir voru einmitt í harðri baráttu við á síðasta ári.“

„Ef þú horfir til baka á byrjun tímabilsins þegar Man Utd tapaði 4-0 fyrir Brentford og Jürgen Klopp vælir yfir því hvernig ég talaði um Manchester United þá tapaðist einmitt næsti leikur Liverpool gegn Man Utd.“

„Horfðu á tímabilið þeirra. Þetta er slæmt tímabil fyrir Liverpool og ef liðið byrjar illa á næsta tímabili þá kæmi það mér alls ekki á óvart ef hann yrði rekinn,“

Athugasemdir
banner
banner
banner