
Mauro Munno, sem sérhæfir sig í skrifum um kvennalið Juventus, segir að klefi ítalska liðsins sé sundraður og Sara Björk Gunnarsdóttir hafi lent upp á kant við hluta af leikmannahópnum.
Fjallað er um málið í ítölskum fjölmiðlum en Munno segir líklegt að Sara muni yfirgefa félagið í kjölfarið.
Fjallað er um málið í ítölskum fjölmiðlum en Munno segir líklegt að Sara muni yfirgefa félagið í kjölfarið.
Þá talar hann um að Sara hafi lent í deilum við Joe Montemurro, þjálfara liðsins, sem er sagður eiga erfitt með að höndla sterka karaktera og það hafi einnig verið uppi á teningnum hjá Arsenal þar sem hann þjálfaði áður.
Sara er 32 ára og gekk í raðir Juventus frá Lyon á síðasta ári. Hún tilkynnti snemma á þessu ári að hún væri búin að leggja landsliðsskóna á hilluna, eftir 145 landsleiki.
Juventus endaði í öðru sæti ítölsku kvennadeildarinnar, átta stigum á eftir Roma sem er meistari.
Athugasemdir