PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 20. maí 2024 12:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane vill snúa aftur til Englands
Mynd: Getty Images

Robbie Keane stjóri ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv vill snúa aftur í enska boltann samkvæmt heimildum Sky Sports.


Keane lék á sínum tíma með Totteenham, Liverpool, West Ham og Leeds en hann stýrði Maccabi til sigurs í ísraelsku deildinni. Hann tók við liðinu í júlí á síðasta ári.

Þá vann hann bikarinn þar í landi í janúar.

Hann stýrði liðinu til sigurs í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í ár þar sem liðið mætti Breiðabliki.

Þessi 43 ára gamli Íri lauk ferlinum hjá indverska liðinu ATK þar sem hann hóf síðan þjálfaraferil sinn árið 2018.


Athugasemdir
banner
banner