Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júní 2022 13:22
Elvar Geir Magnússon
Man City spilar góðgerðarleik við Barcelona þegar deildin er farin af stað
Joan Laporta forseti Barcelona, Carlos Unzué og Pep Guardiola á fréttamannafundinum í dag.
Joan Laporta forseti Barcelona, Carlos Unzué og Pep Guardiola á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: EPA
Manchester City mun ferðast til Barcelona og leika gegn heimamönnum þann 24. ágúst, rúmlega tveimur vikum eftir að enska úrvalsdeildin er farin af stað.

Tilkynnt var um leikinn á fréttamannafundi í dag en um er að ræða góðgerðarleik. Með á fundinum var Juan Carlos Unzué, fyrrum markvörður og þjálfari hjá félaginu.

Hann greindist með ALS taugahrörnunarsjúkdóminn fyrir tveimur árum en allur ágóði af leiknum mun renna til góðgerðarstofnunar sem styrkir rannsókn á ALS.

„Það er okkur sannur heiður að taka þátt í þessum leik og við viljum þakka Barcelona fyrir boðið. Við munum útskýra fyrir okkar leikmönnum af hverju þetta hefur mikla þýðingu," segir Pep Guardiola, stjóri City.

City mun leika í úrvalsdeildinni gegn Newcastle United á útivelli 20. ágúst og svo heimaleik gegn Crystal Palace viku síðar. Þrátt fyrir það segist Guardiola ætla að mæta með sterkt lið til Katalónu.
Athugasemdir
banner
banner