Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 20. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framkvæmdastjóri Genoa um Albert: Áhugi frá Evrópu og Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson átti stórkostlegt tímabil með Genoa á síðustu leiktíð en hann var einn af betri mönnum deildarinnar.


Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa greinir frá því að það sé mikill áhugi á honum frá stórliðum í Evrópu og liðum í Sádí-Arabíu.

„Við erum mjög ánægðir með tímabilið okkar í Serie A. Við náðum í frábær úrslit og spiluðum spennandi fótbolta. Albert sýndi gæðin sín og sannaði að hann er einn af bestu framherjum deildarinnar. Það er því ekki óvænt að það er mikill áhugi á honum frá stærstu liðum Evrópu og Sádí-Arabíu," sagði Blazquez.

Ítölsku meistararnir í Inter hafa hvað mest verið orðaðir við íslenska landsliðsmanninn sem skoraði 14 mörk fyrir Genoa sem hafnaði í 11. sæti í Seriu A á síðustu leiktíð. Genoa er sagt vilja fá 40 milljónir evra fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner