Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 20. júlí 2021 09:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sakaður um virðingaleysi í garð kvennaliðs Tottenham
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur verið sakaður vanvirðingu í garð kvennaliðs Tottenham á Englandi.

Mourinho var stjóri Tottenham á síðustu leiktíð en hann var rekinn í apríl síðastliðnum.

Beth Fisher, fjölmiðlakona ITV, segist hafa heyrt leiðinlega sögu af Mourinho frá æfingasvæði Tottenham frá tveimur mismunandi heimildarmönnum.

„Heyrði frá tveimur mismunandi heimildarmönnum að þegar Mourinho var hjá Tottenham hafi hann viljað hafa kvennalið Tottenham fjærst á æfingavellinum svo hann hafi ekki þurft að heyra í þeim," skrifar Fisher á Twitter.

„Eitt dæmi af mörgum þar sem komið er fram við konur með algjöru virðingarleysi í íþróttum, samanborið við karla."

Karla- og kvennalið Tottenham æfa á sama æfingasvæði.

Mourinho tók við sem stjóri ítalska félagsins Roma eftir að hann var rekinn frá Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner