Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. júlí 2021 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig í Fylki (Staðfest)
Mættur heim.
Mættur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn heim og er búinn að semja við Fylki út tímabilið 2022.

Það voru sögur um það að Ragnar væri að fara að hætta í fótbolta, en svo er ekki. Hann snýr aftur í efstu deild á Íslandi eftir að hafa spilað hér síðast 2006.

Ragnar æfði með Víkingum fyrr í sumar. Það var talið hugsanlegt að hann á Kári Árnason - besta miðvarðarpar í sögu íslenska landsliðsins - myndu spila saman í Pepsi Max-deildinni en þeir munu þess í stað spila á móti hvor öðrum.

Miðvörðurinn öflugi hefur átt flottan feril í atvinnumennsku; hann hefur spilað með Gautaborg, FC Kaupmannhöfn, Krasnodar, Fulham, Rubin Kazan, Rostov og Rukh Lviv.

„Við bjóðum Ragga hjartanlega velkominn heim og hlökkum til að sjá hann á vellinum," segir í tilkynningu Fylkis.

Fylkir hefur verið að spila á frekar ungu liði og ljóst er að Ragnar er mikill hvalreki fyrir liðið, og deildina í heild sinni. Fylkir situr þessa stundina í áttunda sæti. Fylkir hefur ekki enn haldið hreinu í deildarleik í sumar en Ragnar mun án efa hjálpa til við að binda vörnina saman.


Athugasemdir
banner
banner
banner