Viðureign HK og Vestra fer fram klukkan 14:00 í dag og má búast við hörkuleik í þessum botnbaráttuslag. Búið er að tilkynna byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Vestri
Ómar Ingi, þjálfari HK gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Inn í byrjunarliðið koma þeir Atli Arnarson, Atli Þór Jónasson og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson sem var í leikbanni í síðustu umferð.
Úr byrjunarliði HK víkja þeir Kristján Snær, Brynjar Snær og Hákon Ingi.
Vestri tapaði 0-2 gegn KA í síðustu umferð en þeir gera einnig þrjár breytingar á sínu liði. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra verður ekki á hliðarlínunni en hann er í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Elvar Baldvinsson, Vladimir Tufegdzic og Toby King.
Úr byrjunarliðinu víkja Pétur Bjarnason, Jeppe Gertsen og Fatai Gbadamosi sem er í leikbanni. Pétur og Jeppe eru báðir utan hóps í dag.
Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.
Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
18. Atli Arnarson
19. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson
30. Atli Þór Jónasson
Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall
Athugasemdir