Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   lau 20. júlí 2024 19:19
Sölvi Haraldsson
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta einn besti leikurinn sem við höfum spilað í sumar. Þetta var frábær frammistaða hjá stelpunum. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum ekki en sem betur fer fór hann inn, þó það hafi verið á 90. mínútu skiptir það ekki máli.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfai Vals eftir 2-1 sigur á Keflavík á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Pétur segir þennan leik vera mjög týpískan leik þar sem ekkert ætlaði að ganga upp.

Stundum færðu svona leiki þar sem þú sækir og sækir og sækir en þær fara upp í eina sókn og skora. Þetta er svona týpískur leikur en við tókum öll völd á leiknum og spiluðum hann stórkostlega.“

Valskonur voru mikið betri í dag og sérstaklega í seinni hálfleik.

Mér fannst spilamennskan frá fyrstu mínútu góð, það var eins og fyrsta markið þeirra skipti ekki máli. Við bættum margt í seinni hálfleik líka. Fanndís, Ísabella og Þórdís gerðu vel á köntunum. Ég vil bara hrósa stelpunum fyrir frábæran leik.“

Natasha Anasi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í dag en Pétur er mjög ánægður með hana bæði sem leikmann og persónu.

Ég er búinn að fylgjast með henni lengi og lýst mjög vel á hana. Hún var næstum því á leiðinni til okkar fyrir nokkrum árum síðan en hún spilaði þennan leik mjög vel. Ég veit að hún er frábær leikmaður bæði sóknarlega og varnarlega. Ekki nóg með það heldur er hún frábær persóna líka. Þetta kemur allt í plús hjá okkur.

Fyrir viðtalið benti Pétur á Glódísi Perlu, fyrirliða Bayern Munchen, sem var mætt niður á völl eftir leik, kallaði á hana og sagði svo í góðu gríni við undirritaðan að hún væri búin að skrifa undir hjá Val.

Ég mun allavegana tala við Glódísi núna og spurja hana hvort hún sé á leiðinni heim. En nei ég geri ekki ráð fyrir því að við munum bæta við leikmönnum. Við erum aðeins í smá meiðslum núna. Hópurinn hjá okkur er ekkert rosalega stór en samt einhverjir 19 leikmenn. En ef það dettur eitthvað inn hjá okkur veit maður aldrei. En eins og staðan er í dag erum við ekki að fara að fá inn fleiri leikmenn.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner