Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot er biti sem ensk úrvalsdeildarfélög mun skoða á næstu vikum, en hann er án félags eftir að hafa hafnað nýju samningstilboði frá Juventus.

Rabiot er 29 ára gamall miðjumaður sem var á mála hjá Juventus í fimm ár.

Hann varð samningslaus eftir síðasta tímabil og ákvað að róa á önnur mið.

Fabrizio Romano segir það vera draum Rabiot að spila í ensku úrvalsdeildinni og er ágætis möguleiki á því.

Manchester United hefur lengi vel verið á eftir Rabiot en félagið reyndi að fá hann á síðasta ári. Rabiot hafnaði því að fara til United á þeim tímapunkti og gerði í staðinn eins árs samning við Juventus.

Talið er að United muni reyna aftur við Rabiot í sumar, en Romano tók það skýrt fram í færslu sinni að Liverpool væri ekki í viðræðum við franska leikmanninn þrátt fyrir að hafa verið orðaður við félagið síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner