Arnar Gunnlaugsson hefur náð mögnuðum árangri sem þjálfari Víkings en hann hefur fengið talsverða gagnrýni eftir að liðið tapaði gegn Shamrock Rovers í vikunni og féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Tómas Þór Þórðarson var á leiknum í Dyflinni og segir að stuðningsmenn Víkings hafi ekki verið ánægðir með upplegg og byrjunarliðsval Arnars.
Tómas Þór Þórðarson var á leiknum í Dyflinni og segir að stuðningsmenn Víkings hafi ekki verið ánægðir með upplegg og byrjunarliðsval Arnars.
„Þetta er í fyrsta sinn sem sófasérfræðingarnir í stúkunni voru frekar óánægðir með Arnar Gunnlaugsson," segir Tómas í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Arnar byrjaði með menn á borð við Matthías Vilhjálmsson og Nikolaj Hansen á bekknum.
„Maður skildi alveg sóknarhuginn miðað við að hann bjóst við að Shamrock myndi stíga aðeins ofar á völlinn á heimavelli. Sófasérfræðingarnir eru þó á því að það hefði verið betra að byrja með Matta og Niko og hafa smá hæð og þyngd í þessu," segir Tómas.
„Eiga þá frekar einhverja af litlu hröðu guttunum á bekknum til að koma inn og sprengja þetta eitthvað upp. Þetta er algjört ef og hefði, Niko skorar svo í leiknum og það var auðvitað bensín á bálið fyrir þessa umræðu um að þetta hefði verið röng uppstilling."
Tómas segir augljóst að Nikolaj hafi verið niðurbrotinn eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í blálokin sem hefði komið leiknum í framlengingu ef hann hefði skorað.
„Maður vill trúa því að við hefðum klárað þetta manni fleiri í framlengingunni," segir Tómas en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir