Brentford er að spila æfingaleik við Wimbledon þessa stundina og er Stuart Armstrong í leikmannahópinum.
Armstrong er 32 ára miðjumaður sem rann út á samningi hjá Southampton í sumar eftir mjög gott tímabil á síðustu leiktíð þar sem hann var í lykilhlutverki og hjálpaði félaginu að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Hann er á reynslu hjá Brentford þessa dagana og gæti fengið samning hjá félaginu.
Armstrong er skoskur landsliðsmaður og var hjá Southampton í sex ár, en þar áður lék hann fyrir Dundee United og Celtic í heimalandinu.
Armstrong á 51 landsleik að baki fyrir Skotland og var í hópnum sem spilaði á EM í sumar en fékk aðeins 15 mínútur, enda var hann enn tæpur vegna meiðsla sem hann hlaut undir lok síðustu leiktíðar.
Athugasemdir