ÍBV er komið á topp Lengjudeildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Gróttu en Fjölnir missti toppsætið með því að gera jafntefli gegn Þór í 18. umferðinni.
Ásamt ÍBV er Keflavík heitasta lið deildarinnar og er í þriðja sæti eftir 3-1 sigur gegn Dalvík/Reyni þar sem Mihael Mladen skoraði tvívegis. Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr þeirra herbúðum.
Leikmaður umferðarinnar:
Frans Elvarsson - Keflavík
Hornfirðingurinn átti miðjuna með gegn Dalvíkingum. Var besti maður vallarins, hleypti engu fram hjá sér og var lykilpúsl í sóknaruppbyggingu heimamanna.
Ásamt ÍBV er Keflavík heitasta lið deildarinnar og er í þriðja sæti eftir 3-1 sigur gegn Dalvík/Reyni þar sem Mihael Mladen skoraði tvívegis. Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr þeirra herbúðum.
Leikmaður umferðarinnar:
Frans Elvarsson - Keflavík
Hornfirðingurinn átti miðjuna með gegn Dalvíkingum. Var besti maður vallarins, hleypti engu fram hjá sér og var lykilpúsl í sóknaruppbyggingu heimamanna.
Tómas Bent Magnússon var maður leiksins þegar ÍBV vann 2-1 sigur gegn Gróttu. Tómas hefur verið í liði umferðarinnar þrjár umferðir í röð og alls fimm sinnum. Sverrir Páll Hjaltested skoraði markið sem reyndist sigurmark leiksins.
Rafael Máni Þrastarson, sem var á láni hjá Vængjum Júpiters, jafnaði fyrir Fjölni gegn Þór í 1-1 sem urðu lokatölurnar. Rafael var valinn maður leiksins.
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Njarðvík. Marc McAusland jafnaði fyrir ÍR og Kenneth Hogg var með stoðsendingu í marki Njarðvíkur.
Afturelding færðist nær umspilssæti með því að vinna Þrótt 1-0. Aron Jóhannsson heldur áfram að reynast Mosfellingum mikilvægur og skoraði sigurmarkið. Aron Elí Sævarsson var valinn maður leiksins.
Allt stefndi í sigur Leiknis gegn Grindavík en tvö mörk í lok leiksins gerði það að verkum að Grindvíkingar fengu stig úr 3-3 jafntefli. Arnór Ingi Kristinsson var valinn maður leiksins.
Fyrri úrvalslið:
17. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir