Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 15. ágúst 2024 12:10
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 17. umferðar - Handfylli fyrir varnarmennina
Lengjudeildin
Aron Jóhannsson er leikmaður umferðarinnar.
Aron Jóhannsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Dusan Brkovic varnarmaður Leiknis.
Dusan Brkovic varnarmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer.
Dagur Ingi Hammer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferð Bestu deildarinnar var öll leikin í gær og voru spennandi leikir á dagskrá.

Afturelding færðist nær umspilinu með því að vinna 3-1 sigur gegn Dalvík/Reyni þar sem Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrsta mark Aftureldingar og er í liði umferðarinnar. Maður leiksins í þeim leik er svo leikmaður umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Aron Jóhannsson - Afturelding
„Stórskemmtilegur leikmaður á sínum degi og reyndist hann hetja Mosfellinga í dag. Skoraði tvö mörk og var handfylli fyrir varnarmenn heimaliðsins," skrifaði Einar Kristinn Kárason fréttamaður Fótbolta.net á Dalvík en Aron gekk í raðir Mosfellinga síðasta vetur frá Fram.



Guðmundur Karl Guðmundsson fyrirliði Fjölnis hefur átt frábært tímabil og hann er í úrvalsliðinu eftir markalaust jafntefli toppliðsins gegn Njarðvík á útivelli.

ÍBV fór illa að ráði sínu gegn ÍR og tapaði niður tveggja marka forystu manni fleiri, auk þess að klúðra víti í uppbótartíma. 2-2 urðu lokatölur í Eyjum og Tómas Bent Magnússon, sem skoraði annað mark ÍBV, var valinn maður leiksins. Varnarmennirnir Eiður Atli Rúnarsson í ÍBV og Marc Mcausland í ÍR eru einnig í úrvalsliðinu.

Ásgeir Orri Magnússon varði vítaspyrnu fyrir Keflavík í markalausu jafntefli gegn Leikni í Breiðholti. Varnarmaðurinn Dusan Brkovic stimplaði sig vel inn í fyrsta leik sínum fyrir Leikni en hann og Andi Hoti léku afar vel í hjarta varnarinnar.

Kári Kristjánsson skoraði eitt af mörkum Þróttar og var maður leiksins þegar Þróttur vann 3-1 sigur gegn Gróttu. Þá skoraði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í 3-0 sigri Grindavíkur gegn Þór og er í liði umferðarinnar eins og Einar Karl Ingvarsson sem skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga er þjálfari umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið:
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner