Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   lau 20. september 2014 17:18
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Már: Væri mjög svekktur ef við gefumst upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það eru búnar að vera ein, tvær svefnlausar nætur í sumar," sagði Bjarki Már Árnason þjálfari Tindastóls eftir 4-0 tap gegn Leikni í dag en liðið var þegar fallið úr deildinni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  0 Tindastóll

,,Sumarið er samt búið að vera lærdómsríkt og ég er samt mjög ánægður með liðið mitt. við höfum lagt okkur fram og reynt að spila fótbolta og verið að gera fína hluti inn á milli."

Þó enginn hafi búist við miklu af Tindastóli byrjaði mótið vel hjá þeim og þeir voru að stríða liðum og nálægt því að vinna leiki þó enginn hafi unnist en fjögur jafntefli fengu þeir.

,,Þetta féll ekki alveg með okkur, sérstaklega framan af en ég gef kredit til minna stráka þeir eru mjög flottir í þessu. Ég vona að flestir þeirra taki baráttuna með okkur á næsta ári. Ég veit að einhverjir eru að spá í hreyfingu en vona að bróðurhlutinn haldi áfram. Þetta eru ungir strákar og hafa framtíðina fyrir sér."

Orðrómur hefur verið uppi um að Tindastóll ætli ekki að vera með lið í 2. deildinni og jafnvel fara í þá neðstu. En verða þeir með í 2. deildinni í sumar?

,,Ég ætla rétt að vona það. Ég verð ansi svekktur ef við förum í gegnum svona strembið tímabil og gefumst svo upp og förum eitthvað annað. Ég á ekki von á öðru, ég yrði mjög svekktur ef þetta er eitthvað annað en það," sagði Bjarki en verður hann sjálfur áfram með liðið?

,,Ég hef ekki hugmynd um það. Það var stefnt á að klára þetta tímabil og svo held ég að menn séu ekki farnir að spá í hinu. Þetta kemur í ljós, hvort ég hafi tíma eða hvort félagið vilji halda mér."
Athugasemdir
banner
banner