Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. september 2020 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo á skotskónum í fyrsta deildarleik Pirlo
Ronaldo skoraði.
Ronaldo skoraði.
Mynd: Getty Images
Núna eru allir fjórir leikir dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni búnir. Serie A hófst á nýjan leik um helgina.

Ítalíumeistarar Juventus hófu titilvörn sína í kvöld með flottum heimasigri gegn lærisveinum Claudio Ranieri í Sampdoria. Vonarstjarna Svía Dejan Kulusevski skoraði fyrsta mark Juventus í leiknum, en hann var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið.

Leonardo Bonucci bætti við öðru marki á 78. mínútu og Cristiano Ronaldo opnaði markareikning sinn í deildinni á tímabilinu áður en flautað var til leiksloka.

Andrea Pirlo stýrði Juventus í fyrsta sinn og hann byrjar vel.

Genoa hafði betur gegn Crotone og Sassuolo og Cagliari skildu jöfn. Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjum dagsins á Ítalíu.

Genoa 4 - 1 Crotone
1-0 Mattia Destro ('7 )
2-0 Goran Pandev ('10 )
2-1 Emmanuel Riviere ('28 )
3-1 Davide Zappacosta ('34 )
4-1 Marko Pjaca ('75 )

Sassuolo 1 - 1 Cagliari
0-1 Giovanni Simeone ('77 )
1-1 Mehdi Bourabia ('87 )

Juventus 3 - 0 Sampdoria
1-0 Dejan Kulusevski ('13 )
2-0 Leonardo Bonucci ('78 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('88 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Mertens og Insigne afgreiddu Parma - Osimhen frábær
Athugasemdir
banner
banner
banner