Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Þórður: Vestri næst besta lið deildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV leika í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa endað í tveimur efstu sætunum í Lengjudeildinni í ár.

Vestri hreif marga en liðið endaði í 6. sæti deildarinnar. Liðið vann ÍBV í gær með tveimur mörkum gegn engu.

Aron Þórður Albertsson leikmaður Fram var gestur hjá Dr. Football í gær. Hann sagði að honum hafi fundist Vestri besta liðið sem þeir mættu í deildinni í ár.

„Taflan segir að ÍBV hafi verið næst besta liðið en hausinn segir Vestri vera næst besta liðið í þessari deild, mér fannst erfiðast að mæta þeim," sagði Aron.

Lengjudeildinni er ekki alveg lokið, það eru enn tveir leikir eftir. Vestri fær Kórdrengi í heimsókn og Grótta fær ÍBV í heimsókn. Með sigri fer Vestri upp í 5. sæti með jafn mörg stig og Kórdrengir sem sitja í 4. sæti.


Athugasemdir
banner