Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Risa vonbrigði - „Alla­vega skamm­ast ég mín al­veg hell­ing"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tapaði í gær gegn KA í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Gengið hjá Val hefur verið hræðilegt að undanförnu og liðið er í 5. sæti deildarinnar og úr leik í Mjólkurbikarnum eftir tap gegn Vestra.

Eftir sautján spilaða leiki var Valur í efsta sæti deildarinnar en hefur síðan tapað öllum sínum leikjum, liðið er níu stigum frá toppi deildarinnar og á einungis örlitla möguleika á Evrópusæti.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

Birkir Már Sævarsson, bakvörður Valsliðsins, ræddi við mbl.is eftir leikinn gegn KA.

Hann talar um að tímabilið hafi verið gífurleg vonbrigði.

„Já bara risa von­brigði, við með drull­una langt upp á háls og ættum í raun að skamm­ast okk­ar, alla­vega skamm­ast ég mín al­veg helling,“ sagði Birk­ir Már við mbl.is.

Hann segir að Valsmenn ætli sér að vinna Fylki í lokaleiknum til að reyna að enda tímabilið á góðu nótunum. Hér að neðan má sjá viðtal við Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, eftir leikinn í gær.
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner