Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Sveinn Aron í handalögmálum og fékk rautt
Sveinn Aron
Sveinn Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma í gær. Sveinn kom inn á sem varamaður í liði Elfsborg gegn Östersund þegar stundarfjórðung lifði leiks. Þá var staðan 2-0 fyrir heimamenn í Östersund.

Östersund komst í 3-0 á 80. mínútu þegar Blair Turgott fullkomnaði þrennu sína. Elfsborg minnkaði svo muninn á sjöttu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.

Skömmu síðar reyndi Elfsborg að bæta við öðru marki og kom sending inn á teiginn sem markvörður Östersund handsamaði. Þá lenti Sveini Aroni og Noah Sonko-Sundberg eitthvað saman sem endaði með því að Sveinn og Sonko enduðu í grasinu.

Sveinn var alls ekki sáttur og átti eftir eitthvað ósagt við Sonko. Í kjölfarið fékk hann svo rautt spjald og Sonko fékk gula spjaldið. Aly Keita, markvörður Östersund, fékk einnig gult spjald, líklega fyrir að hrinda Sveini.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner