„Við nutum þess. Við keyrðum á þetta frá fyrstu mínútu og vorum virkilega góðir í báðum teigum og þegar þú ert góður í því í Meistaradeildinni þá færðu tækifæri,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, í 4-0 sigrinum á PSV í Meistaradeildinni í kvöld.
Enska liðið var að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sjö ár og olli liðið ekki vonbrigðum.
Bukayo Saka, Leandro Trossard og Gabriel Jesus skoruðu í fyrri hálfleiknum áður en Martin Ödegaard gerði endanlega út um leikinn í þeim síðar.
„Á milli teiga voru hlutir sem hægt er að bæta en í teigunum vorum við stórkostlegir.“
Breiddin í Arsenal-liðinu er meiri en áður og segir Arteta það vera jákvæðan hausverk.
„Góður hausverkur. Þetta er líklega erfiðasta við starfið því maður verður svo tilfinningalega tengdur leikmönnunum. Þetta hefur verið falleg vegferð með þeim.“
Arteta ætlar að njóta í kvöld og á morgun fer einbeitingin á nágrannaslaginn gegn Tottenham.
„Ég ætla að njóta kvöldsins, fara heim og eiga góðan og síðbúinn kvöldverð með konunni. Ég mun njóta augnabliksins og sigursins og mun síðan á morgun setja alla einbeitingu á Tottenham, því það er stór leikur framundan,“ sagði Arteta.
Athugasemdir