Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mið 20. september 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík er komið í ansi erfiða stöðu eftir 4-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson þjálfara liðsins eftir tapið.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Þetta byrjar skelfilega. Við gefum þeim tvö mörk í byrjun, við erum ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með hingað fyrr en í seinni hálfleik. Mér finnst við ná að snúa þessu við í seinni hálfleik. Kemur fín orka í seinni hálfleik, skorum snemma og fáum 2-3 færi til að jafna leikinn þannig ég er ánægður með seinni hálfleikinn," sagði Haraldur Freyr.

„Það var eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að fara hátt upp á völlinn fyrstu 10-15 mínúturnar og reyna pressa þá en það gekk ekki nógu vel. Við lendum 2-0 undir eftir fimm mínútur, það er ekki hægt að byrja fótboltaleiki svoleiðis."

Liðið er á botni deildarinnar en það eru 12 stig í pottinum.

„Það eru fjórir leikir eftir sem eru 12 stig og átta stig í öruggt sæti. Það segir sig sjálft að þetta er erfitt. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eiga eftir að mætast innbyrðis þannig þau fá allavega eitt stig hvort. Þetta er þungt en það er ennþá séns," sagði Haraldur Freyr.


Athugasemdir
banner