Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   mið 20. september 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík er komið í ansi erfiða stöðu eftir 4-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson þjálfara liðsins eftir tapið.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Þetta byrjar skelfilega. Við gefum þeim tvö mörk í byrjun, við erum ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með hingað fyrr en í seinni hálfleik. Mér finnst við ná að snúa þessu við í seinni hálfleik. Kemur fín orka í seinni hálfleik, skorum snemma og fáum 2-3 færi til að jafna leikinn þannig ég er ánægður með seinni hálfleikinn," sagði Haraldur Freyr.

„Það var eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að fara hátt upp á völlinn fyrstu 10-15 mínúturnar og reyna pressa þá en það gekk ekki nógu vel. Við lendum 2-0 undir eftir fimm mínútur, það er ekki hægt að byrja fótboltaleiki svoleiðis."

Liðið er á botni deildarinnar en það eru 12 stig í pottinum.

„Það eru fjórir leikir eftir sem eru 12 stig og átta stig í öruggt sæti. Það segir sig sjálft að þetta er erfitt. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eiga eftir að mætast innbyrðis þannig þau fá allavega eitt stig hvort. Þetta er þungt en það er ennþá séns," sagði Haraldur Freyr.


Athugasemdir
banner
banner
banner