Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   mið 20. september 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík er komið í ansi erfiða stöðu eftir 4-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson þjálfara liðsins eftir tapið.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Þetta byrjar skelfilega. Við gefum þeim tvö mörk í byrjun, við erum ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með hingað fyrr en í seinni hálfleik. Mér finnst við ná að snúa þessu við í seinni hálfleik. Kemur fín orka í seinni hálfleik, skorum snemma og fáum 2-3 færi til að jafna leikinn þannig ég er ánægður með seinni hálfleikinn," sagði Haraldur Freyr.

„Það var eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að fara hátt upp á völlinn fyrstu 10-15 mínúturnar og reyna pressa þá en það gekk ekki nógu vel. Við lendum 2-0 undir eftir fimm mínútur, það er ekki hægt að byrja fótboltaleiki svoleiðis."

Liðið er á botni deildarinnar en það eru 12 stig í pottinum.

„Það eru fjórir leikir eftir sem eru 12 stig og átta stig í öruggt sæti. Það segir sig sjálft að þetta er erfitt. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eiga eftir að mætast innbyrðis þannig þau fá allavega eitt stig hvort. Þetta er þungt en það er ennþá séns," sagði Haraldur Freyr.


Athugasemdir