Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 20. september 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík er komið í ansi erfiða stöðu eftir 4-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson þjálfara liðsins eftir tapið.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Þetta byrjar skelfilega. Við gefum þeim tvö mörk í byrjun, við erum ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með hingað fyrr en í seinni hálfleik. Mér finnst við ná að snúa þessu við í seinni hálfleik. Kemur fín orka í seinni hálfleik, skorum snemma og fáum 2-3 færi til að jafna leikinn þannig ég er ánægður með seinni hálfleikinn," sagði Haraldur Freyr.

„Það var eins og það hafi ekki verið kveikt á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn að fara hátt upp á völlinn fyrstu 10-15 mínúturnar og reyna pressa þá en það gekk ekki nógu vel. Við lendum 2-0 undir eftir fimm mínútur, það er ekki hægt að byrja fótboltaleiki svoleiðis."

Liðið er á botni deildarinnar en það eru 12 stig í pottinum.

„Það eru fjórir leikir eftir sem eru 12 stig og átta stig í öruggt sæti. Það segir sig sjálft að þetta er erfitt. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eiga eftir að mætast innbyrðis þannig þau fá allavega eitt stig hvort. Þetta er þungt en það er ennþá séns," sagði Haraldur Freyr.


Athugasemdir
banner
banner
banner