Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Oliver líkir deildinni við fjölskyldulífið - „Má ekki missa fókusinn af grunngildunum"
watermark  Ef við náum ekki Evrópusæti þá erum við búnir að skola út síðustu 3-4 árum af góðum frammistöðum í Evrópu
Ef við náum ekki Evrópusæti þá erum við búnir að skola út síðustu 3-4 árum af góðum frammistöðum í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
watermark Það má alls, alls, alls ekki bara vera fókus á Sambandsdeildinni
Það má alls, alls, alls ekki bara vera fókus á Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark Við urðum meira einstaklingar heldur en heild
Við urðum meira einstaklingar heldur en heild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði við Fótbolta.net eftir tapið gegn FH á sunnudag að það hefði vantað „ákveðinn drifkraft" og „ákveðna ástríðu sem einkennt hefði Blikaliðið".

„Mér finnst hafa slökknað á þessu eftir að við tryggðum okkur inn í riðlakeppnina, það er eins og menn séu orðnir saddir," sagði Óskar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag og var hann spurður út í leikinn gegn FH og hvort það vantaði upp á hungrið eftir að sætið í riðlakeppninni var tryggt.

„Ég hugsaði mikið eftir leikinn hvað mér hefði fundist um hann. Mér fannst við ekki ná nógu góðri frammistöðu miðað við það sem við búumst við af okkur. Við fórum með dauðafæri í fyrri hálfleik og fengum góða sénsa áður en slysið gerist. Við vorum að mínu mati með góða stjórn á leiknum. Svo missum við aðeins stjórnina, þeir skora fyrsta markið, það verður mótlæti. Mörk breyta leikjum svo ótrúlega fljótt, allir leikmenn voru mjög mótiveraðir fyrir leikinn, en einhvern veginn þegar við fáum á okkur mark þessa dagana þá fara margir í að ætla reyna redda hlutunum. Við urðum meira einstaklingar heldur en heild."

„Við fengum alveg færi, gátum alveg skorað og ef við hefðum unnið leikinn þá hefði enginn talað um að við værum andlausir eða slíkt. Í seinni hálfleik erum við allt of langt frá mönnum, töpum of mörgum einvígum."

„Ég er ekki sammála því að mótiveringin sé farin eftir að við náðum sæti í riðlakeppninni. Mér finnst við ekki alveg í nægilega miklum takti ofarlega á vellinum til þess að skora snemma í leikjum. Leikirnir þróast allt öðruvísi eftir því hvort liðið skorar á undan. Það vantaði upp á skriðþungan í sóknarleiknum í seinni hálfleiknum."

„Mér finnst það ekki vera andleysi, menn gera sér flestir grein fyrri mikilvægi þess að ná Evrópusæti. Ef við náum ekki Evrópusæti þá erum við búnir að skola út síðustu 3-4 árum af góðum frammistöðum í Evrópu þar sem við höfum safnað fullt af Evrópustigum. Það má alls, alls, alls ekki bara vera fókus á Sambandsdeildinni."

„Þetta er bara eins og þegar maður er heima hjá sér, maður þarf að hafa hreint heima hjá sér, halda konu og börnum góðum. Það eru grunngildin og það er það sama með deildina. Svo er eitthvað annað sem er auka, það skemmtilega. Það má ekki missa fókusinn af grunngildunum, því sem í raun skiptir máli til þess að ná árangri í framtíðinni,"
sagði Oliver.

Breiðablik hefur unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni og er sem stendur í 3. sæti deildarinnar einu stigi á undan FH og fjórum stigum á undan Stjörnunni í baráttunni um tvö síðustu Evrópusætin.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og ræddi Oliver um þann leik.

Blikar stilltir á íslenskan tíma í Ísrael - „Ótrúlega gaman að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki gert í sögu Íslands"
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner