Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 20. október 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Blæs á kjaftasögur um agabrot Williams og Greenwood
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, blæs á þær kjaftasögur að ungstirnin Mason Greenwood og Brandon Williams hafi verið í agabanni í leiknum gegn Newcastle um síðustu helgi.

Sögur fóru á kreik um að þeir hefðu brotið agareglur félagsins en Solskjær segir ekkert til í þessu.

Eins og flestir lesendur vita þá braut Greenwood sóttvarnareglur í haust þegar hann fékk heimsókn frá íslenskum stelpum á hótel enska landsliðsins í Reykjavík.

Manchester United mætir PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Williams ferðaðist með United til Frakklands en ekki Greenwood.

„Ef þessar sögur eru sannar af hverju er þá Brandon hérna? Hverjar eru heimildirnar? Það er ekki sannleikskorn í þessu," segir Solskjær.

Solskjær segir að Greenwood sé að glíma við smávægileg meiðsli.

„Ég er ekki með læknaþekkingu. Þetta er eitthvað smávægilegt og þó hann sé ungur þá viljum við ekki taka neina áhættu með hann. Vonandi verður hann með okkur um næstu helgi," segir Solskjær.
Athugasemdir