Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fim 20. október 2022 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Sveindís lagði upp í stórsigri
Sveindís Jane
Sveindís Jane
Mynd: Mirko Kappes

Wolfsburg W 4 - 0 St. Polten W
1-0 Ewa Pajor('8 )
2-0 Ewa Pajor ('15 )
3-0 Lena Lattwein ('56 )
4-0 Jill Roord ('90 )


Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem tók á móti St. Polten frá Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Staðan var 2-0 fyrir Wolfsburg. Ewa Pajor skoraði bæði mörkin en Sveindís lagði upp síðara markið. Hún fékk háa sendingu á miðjum vallarhelmingi Polten sem hún skallaði inn fyrir á Pajor sem setti boltann snyrtilega í netið.

Wolfsburg bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og 4-0 því lokatölur.

Sveindís spilaði rúman klukkutíma í kvöld. PSG tekur á móti Chelsea kl 19 í kvöld en Berglind Björg Þorvalsdóttir er ekki í hóp hjá PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner