Jóhann Berg Guðmundsson gerði mark Burnley í jafntefli gegn Birmingham í Championship-deildarinnar í gær.
Jóhann Berg kom inn á þegar um 70 mínútur voru liðnar af leiknum og var búinn að skora fjórum mínútum síðar en Scott Hogan jafnaði á 80. mínútu og urðu lokatölur 1-1.
Þetta er fyrsta markið sem hann skorar í Championship-deildinni á þessari leiktíð.
Markið sem hann skoraði var einstaklega huggulegt en það er hægt að sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Burnley er í þriðja sæti Championship-deildarinnar eftir leiki gærkvöldsins með 26 stig, einu stigi frá toppnum.
Athugasemdir