Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 19. október 2024 17:35
Elvar Geir Magnússon
Elías gaf Skagamönnum útskýringu í klefanum eftir leik
 Elías taldi Hlyn Sævar brotlegan
Elías taldi Hlyn Sævar brotlegan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Ingi Árnason dómari sagði við leikmenn ÍA að hann hafi verið að dæma brot á Hlyn Sævar Jónsson þegar hann dæmdi mark liðsins gegn Víkingi af.

Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA segir frá þessu á X samfélagsmiðlinum og segir Elías hafa gefið útskýringu inn í klefanum.

„Brot á nr 4 Hlyn Sævar, hann hleypur inn í hann - orðrétt útskýring hjá Ella inn í dómaraherberginu eftir leik," skrifar Rúnar.

Allir virðast undra sig á því að markið var dæmt af og miðað við sjónvarpsupptöku virðist Hlynur alls ekki hafa brotið af sér. Skagamenn héldu að þeir væru að skora sigurmarkið en eftir að markið var dæmt af í uppbótartímanum fór Víkingur í skyndisókn og skoraði sigurmarkið.

Skagamönnum er alls ekki skemmt enda var þetta mikilvægur leikur í Evrópubaráttu þeirra. Mikil ræði og læti voru í göngunum á Skaganum eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner