Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Jack Harrison setur stefnuna á enska landsliðið
Mynd: Getty Images
Jack Harrison, kantmaður Leeds, hefur sett stefnuna á að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu.

Harrison hefur verið í U21 landsliði Englands en nú vill hann brjóta sér leið inn í A-landsliðið.

„Þegar ég ólst upp var draumur minn alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni en nú þarf ég að stefna hærra og landsliðið er næsta skref," sagði Harrison.

„Ég elska að fara í burtu í landsleikjahléum og að spila með landsliðinu er draumur sem ég hef unnið að."

„Ég æfi aukalega hér og þar og geri það sem ég get til að taka næsta skref."

Athugasemdir
banner
banner
banner