
Ekvador er þessa stundina 0-1 yfir gegn heimamönnum í Katar á heimsmeistaramótinu.
Enner Valencia skoraði markið úr vítaspyrnu á 16. mínútu en hann kom boltanum einnig í netið á þriðju mínútu með skalla. Það mark var þó ekki dæmt gilt eftir nánari athugun VAR herbergisins vegna afrar tæprar rangstöðu.
Það var lítið um endursýningar eftir að atvikið átti sér stað og margir sem efuðust um sannleiksgildi dómsins.
Atvikið er hægt að sjá með að smella hér en eftir frekar endursýningar er ljóst að dómurinn er réttur. Markvörður Katar spilar leikmann Ekvador rangstæðan.
Athugasemdir