Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 18:30
Brynjar Ingi Erluson
„Hver í andskotanum er þessi náungi?“
Mynd: Getty Images
Fábíó Paím í leik með varaliði Chelsea
Fábíó Paím í leik með varaliði Chelsea
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr og portúgalska landsliðsins, svaraði fyrrum samherja sínum hjá Sporting Lisbon með góðu gríni í dag.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Fábio Paím og var hann á mála hjá Sporting frá 1997 til 2007 án þess að spila leik fyrir aðalliðið.

Hann kom fram í viðtali í Portúgal þar hann sagði frá tímanum í Sporting og hvernig það var að æfa með Ronaldo.

„Ég var sérstakur. Ég veit að ég verð að vera hógvær en þetta er sannleikurinn,“ sagði hann við Sun.

„Því miður var ekkert Instagram eða Facebook á þessum tíma og ekkert tekið upp eins og í dag, en ég er fastur á því að enginn hafi búið yfir sömu gæðum og ég.“

„Framlag og endalaus vinna Cristiano skilaði honum á þann stað sem hann verðskuldar, en skuldbindingin og framlagið sem ég skilaði var það sama á þessum tíma. Ég hefði verið betri en hann.“

„Ég var með betri tækni og var svona eins og minni útgáfa af Ronaldinho en eins og þú sérð þá er það ekki tæknin sem kemur þér hvert sem er, en já ég var betri en Cristiano og ætti hann að gefa mér einn af þessum gullboltum sem hann hefur unnið,“
sagði Páim.

Kvenmenn, peningar og partístand sigruðu hug Paím og varð það til þess að hann náði ekki hæstu hæðum. Ef hann hefði einbeitt sér að fótboltanum þá hefði hann spilað fyrir Barcelona eða Real Madrid.

Paím spilaði með fjölmörgum félögum á ferli sínum en náði sér aldrei á strik. Árið 2008 fór hann á láni til Chelsea en tókst ekki að spila leik fyrir aðalliðið.

Viðtalið við Paím rataði á samfélagsmiðla og þar er Ronaldo virkur, en hann bauð upp á smá glens á síðunni PtClipes.

„Hver í andskotanum er þessi náungi?“ sagði og spurði Ronaldo.

Ronaldo og Paím voru miklir vinir í æsku en stuttu eftir að Ronaldo samdi við Manchester United fyrir tuttugu árum lét hann sjaldgæf ummæli falla um Paím.

„Ef þér finnst ég vera góður bíddu þangað til þú sérð Fábio Paím,“ sagði Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner