Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 20. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Braga og Guðmundur Óli stýra Magna áfram
Mynd: Magni
Óskar Bragason og Guðmundur Óli Steingrímsson stýra Magna áfram á næsta tímabili en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Óskar tók við Magna á síðasta ári en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr 2. deild.

Hann fékk Guðmund Óla inn sem spilandi aðstoðarþjálfara í byrjun ársins, en hann spilaði 17 leiki í 3. deildinni í sumar er Magni hafnaði í 7. sæti deildarinnar.

Þeir félagarnir verða áfram hjá Magna og munu stýra liðinu á næsta tímabili.

„Óskar Braga aðalþjálfari og Gummi Óli aðstoðarþjálfari og leikmaður munu halda áfram samstarfi á víkinni, við erum mjög ánægð að hafa þá saman í brúnni og spennandi tímar framundan á Grenivík,“ segir í yfirlýsingu Magna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner