Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 14:40
Fótbolti.net
Á skilið hrós fyrir margt en hefur ekki það sem til þarf
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Gareth Southgate ætlar að halda áfram í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands.

Hann tók sér nokkra daga í að hugsa málið eftir að liðið féll úr leik í átta-liða úrslitunum á HM í Katar. England tapaði þar gegn Frakklandi, 2-1.

Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá 2016 en undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti á HM 2018 og öðru sæti á EM í fyrra áður en haldið var til Katar.

Rætt var um þær fréttir að hann yrði áfram með England í síðasta þætti HM hringborðsins.

„Ef hann væri enn í fimm manna þá væri ég brjálaður. En fyrst hann er búinn að færa sig úr fimm manna í fjögurra manna vörn, og leyfa góðu leikmönnunum að blómstra þá hef ég trú á því að Southgate og hans lærisveinar nái að gera eitthvað á EM," sagði Arnar Laufdal.

„Það var enginn sem gat tekið við þessu, enginn enskur," bætti Arnar við.

„Hefðuð þeir ekki alltaf hringt bara í Tuchel eða Pochettino?" spurði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson. „Ég vil allavega óska Englendingum til hamingju með að vinna ekki til 2026 að minnsta kosti. Þeir vinna ekki neitt með Southgate."

„Ég er sammála því," sagði Elvar Geir Magnússon. „Hann á skilið hrós fyrir margt sem hann hefur gert en ég held að hann hafi ekki það sem til þarf. Til að England vinni eitthvað þá held ég að þeir þurfi að skipta um þjálfara."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
HM hringborðið - Allt í efsta stigi á mótinu hans Messi
Athugasemdir
banner