Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 21. janúar 2021 09:23
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill fá Ödegaard á láni
Arsenal vill fá hinn norska Martin Ödegaard á láni frá Real Madrid en Sky Sports greinir frá þessu.

Líklegt er að Ödegaard fari frá Real Madrid á láni í þessum mánuði og nokkur félög hafa áhuga.

Arsenal er þar á meðal en Sky segir að félagið hafi sent inn fyrirspurn til Real Madrid.

Sevilla og Real Sociedad hafa einnig verið orðuð við Ödegaard en hann var í láni hjá síðarnefnda félaginu á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sjö mörk og lagði upp níu.

Á þessu tímabili hefur hinn 22 ára gamli Ödegaard skorað eitt mark í tólf leikjum með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner