fös 21. janúar 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leggur aukið fé í Everton
Farhad Moshiri
Farhad Moshiri
Mynd: EPA
Farhad Moshiri, eigandi Everton, hefur sett 100 milljónir punda inn í félagið til að efla það. Moshiri segist ákveðinn í að rífa Everton upp úr þeirri lægð sem félagið hefur verið í.

Hann keypti hlutabréf fyrir 100 milljónir punda og á nú 94,1% hlut í félaginu.

Moshiri fæddist í Íran en er einnig með breskt ríkisfang og býr í Mónakó.

„Ég lofa stuðningsmönnum því að metnaður minn í að lyfta Everton hærra upp hefur síður en svo dvínað. Þetta hefur verið erfitt tímabil og úrslitin ekki eftir væntingum. Þess vegna var ákveðið um síðustu helgi að leiðir okkar og Rafa Benítez myndu skilja," skrifaði Moshiri í opnu bréfi til stuðningsmanna.

„Eftir mikil vonbrigði var það rétt að skipta um stjóra. Svona ákvarðanir eru þó aldrei auðveldar."

Moshiri segir að aukið fjármagn fari í að styrkja leikmannahópinn og einnig i framkvæmdir við nýjan leikvang félagsins.

Everton er í sinni sjöttu stjóraleit á sex árum en liðið mætir Aston Villa á morgun. Duncan Ferguson stýrir liðinu til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner