Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   fös 21. janúar 2022 19:00
Elvar Geir Magnússon
Pep segir að besti aukaspyrnumaður heims sé í Southampton
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að James Ward-Prowse hjá Southampton sé besti aukaspyrnusérfræðingur heims í dag.

Ward-Prowse er frægur spyrnumaður en aukaspyrnur hans inn í teiginn skapa oft mikil vandræði fyrir andstæðingana.

Pep Guardiola hefur unnið með Lionel Messi en telur að Ward-Prowse sé með betri aukaspyrnur.

„Það er enginn betri," segir Pep um Ward-Prowse.

„Southampton hefur besta aukaspyrnusérfræðing sem ég hef séð, hann er allavega sá besti í heiminum. Þess utan er hann liðsmaður með mikil gæði, bæði með bolta og án bolta."

Manchester City mætir Southampton á leikvangi heilagrar Maríu á laugardaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner