banner
   lau 21. janúar 2023 13:20
Aksentije Milisic
Bielsa næsti þjálfari Mexíkó?
Bielsa í kunnugri stellingu.
Bielsa í kunnugri stellingu.
Mynd: Getty Images

Marcelo Bielsa er sagður vera líklegastur til að taka við landsliði Mexíkó en Gerardo Martino var látinn taka pokann sinn eftir Heimsmeistaramótið.


Mexíkó komst ekki upp úr riðlinum sínum á HM í Katar á síðasta ári en Argentína og Pólland fóru áfram. Mexíkó og Sádí-Arabía sátu hins vegar eftir.

Bielsa var rekinn frá Leeds á síðustu leiktíð en hann stýrði liðinu í fjögur ár og kom því aftur upp í deild þeirra bestu á Englandi.

Mexíkóska fótboltasambandið vill fá Bielsa og er hann efstu á blaði hjá þeim. 

Bielsa er 67 ára en hann hefur komið víða við á sínum ferli. Marseille, Lazio, Lille, Leeds, Athletic Bilbao og Espanyol eru dæmi um félög sem hann hefur þjálfað.

Þá hefur hann verið landsliðsþjálfari Argentínu og Chile.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner