banner
   lau 21. janúar 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismót kvenna: Þór/KA 2 á toppnum
Mynd: Heimasíða Þórs/KA
Þór/KA 2 er áfram í efsta sæti Kjarnafæðismótsins eftir að liðið vann 2-1 sigur á Völsungi í Boganum í dag.

Liðið er skipað leikmönnum í 2. flokki en það hefur nú unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í mótinu.

Bríet Jóhannsdóttir kom liðinu yfir á 21. mínútu en Völsungur kom til baka þegar hálftími var eftir með sjálfsmarki frá Emelíu Blöndal Ásgeirsdóttur.

Undir lok leiksins gerði Anna Guðný Sveinsdóttir sigurmarkið en liðið er nú með þriggja stiga forystu á aðalliðið. Þór/KA 2 er að mestu skipað leikmönnum í 2. flokki. Bríet Fjóla Bjarnadóttir var langyngst í liði Þórs/KA en hún er aðeins 13 ára gömul.

Tindastóll vann á meðan Fjarðabyggð/Hött/Leikni, 1-0. Aldís María Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið á 2. mínútu. Tindastóll er í 3. sæti með 3 stig en FHL á botninum og án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

FHL 0 - 1 Tindastóll
0-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('2 )

Þór/KA 2 2 - 1 Völsungur
1-0 Bríet Jóhannsdóttir ('21 )
1-1 Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir ('62 , Sjálfsmark)
2-1 Anna Guðný Sveinsdóttir ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner