Galatasaray hefur haft samband við AC Milan varðandi bakvörðinn Emerson Royal.
Emerson gekk til liðs við Milan frá Tottenham í sumar fyrir tæplega 13 milljónir punda. Hann hefur komið við sögu í 17 af 20 leikjum liðsins í ítölsku deildinni en tækifærin gætu fækkað ef hann verður áfram.
Emerson gekk til liðs við Milan frá Tottenham í sumar fyrir tæplega 13 milljónir punda. Hann hefur komið við sögu í 17 af 20 leikjum liðsins í ítölsku deildinni en tækifærin gætu fækkað ef hann verður áfram.
Það er vegna þess að Milan hefur sýnt Kyle Walker, bakverði Man City, mikinn áhuga og það er útlit fyrir að hann sé á leið til Ítalíu.
Emerson er 26 ára gamall brasilískur hægri bakvörður en hann gekk til liðs við Tottenham frá Barcelona árið 2021 og lék yfir 100 leikii fyrir enska félagið áður en hann hélt til Ítalíu.
Athugasemdir