Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leifur vill sjá HK klára kaupin - „Yrði gríðarlega mikill fengur"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson hefur frá því að síðasta tímabili lauk verið orðaður við endurkomu í HK en hann lék þar á láni frá Val á síðasta tímabili.

Þorsteinn er 21 árs miðvörður sem var í stóru hlutverki hjá HK á síðasta tímabili. Hann og Leifur Andri Leifsson mynduðu miðvarðarpar liðsins. Fótbolti.net ræddi við fyrirliðann Leif Andra um Þorstein.

Viltu sjá ykkur klára kaupin á Þorsteini?

„Já, ég væri til í að sjá það gerast. Það hafa verið einhverjar viðræður milli félaganna. Það væri mjög gaman að fá Þorstein alfarið yfir í HK. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég held það yrði hrikalega sterkt að landa honum," segir Leifur.

„Við vorum byrjaðir að tengja vel saman. Það tekur tíma fyrir hafsentapar að ná takti, þannig það yrði gríðarlega mikill fengur að ná að krækja í hann."

Þorsteinn er uppalinn hjá Selfossi og hélt til Fulham eftir sumarið 2020. Hann er unglingalandsliðsmaður og var í U21 landsliðshópnum í nóvember. Samningur hans við Val gildir út tímabilið 2026.
Athugasemdir
banner
banner